Í senn hræðilegur og frábær
Það er merkilegt hve litla athygli fjölmiðlar hafa veitt afrekum Donalds Trumps í embætti forseta. Að vissu leyti getur hann sjálfum sér um kennt því ærslaskapur og uppátektarsemi forsetans urðu oft til þess að kastljósið beindist að persónu hans og pólitísku skítkasti líðandi stundar frekar en að stefnumálunum. Verður samt varla um það deilt að ef persónulegir brestir Trumps eru teknir út fyrir sviga mætti skipa honum í flokk með skárstu forsetum Bandaríkjanna.
Verður t.d. að teljast mesta furða að Trump hafi ekki fengið friðarverðlaun fyrir að rjúfa einangrun Norður-Kóreu. Þá mætti hann líka fá Nóbels-medalíu fyrir þátt sinn í að stórbæta samband Ísraels við umheiminn, en fyrir fjórum árum hefði þótt nær óhugsandi að tækist að koma á eðlilegu sambandi milli Ísraels og nágrannaríkjanna Sádi-Arabíu, Egyptalands, SAF og múslimaríkja allt frá Marokkó í vestri til Súdans í suðri. Grunar mig sterklega að ef Hillary Clinton hefði verið við völd hefði útkoman orðið allt önnur og...