Ísland og Grænland sterkari saman
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, velkist ekki í vafa um að Ísland og Grænland hafi bæði mikinn ávinning af nánara samstarfi grannríkjanna. Sjálfur hefur hann ræktað tengslin við Grænland um áratuga skeið, eins og sést um leið og gengið er inn á heimili hans vestur í Ánanaustum. Úti fyrir blasa snævi þakin fjöllin við, það fyssir af öldunum og norðangarrinn gnauðar, en innan dyra hangir hvítabjarnarfeldur á stofuvegg, grænlenskir listmunir skornir í rostungstönn í hillum og augljóst af öllu að Grænland skipar ríkan sess í huga Össurar.
Í dag verður birt skýrsla utanríkisráðuneytisins um „Samstarf Íslands og Grænlands á nýjum Norðurslóðum,“ þar sem grein er gerð fyrir stöðu mála og forsögu, en síðast en ekki síst er þar að finna fjölþættar tillögur Grænlandsnefndar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, um hvernig haga beri samstarfinu. Guðlaugur Þór skipaði nefndina vorið 2019 og fékk Össur fyrirrennara sinn til þess...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.