Stóraukin samskipti við Grænland

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í gær.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í gær. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Skýrsla Grænlandsnefndar utanríkisráðherra var kynnt í gær, en í henni má finna greiningu á samskiptum Íslands og Grænlands ásamt fjölþættum tillögum um hvernig megi efla tengsl grannríkjanna á ótal sviðum. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var fenginn til formennsku í nefndinni, en auk hans voru í henni þau Unnur Brá Konráðsdóttir og Óttarr Guðlaugsson.

Í skýrslu Grænlandsnefndar er að finna ítarlega greiningu á stöðu tvíhliða samskipta landanna og nær 100 tillögur um aukna samvinnu á fjölmörgum sviðum. Hér skulu þær helstu reifaðar.

Stjórnsýsla