Ég var gefinn fyrir ævintýri
Leiðin lá austur í Vík í Mýrdal til fundar við Reyni Ragnarsson, ævintýramann með meiru. Hann er reffilegur karl, á þrjú ár í nírætt en er sprækur og heilsuhraustur og enn með blik í auga. Reynir er í óðaönn að klára úr skyrdollu þegar blaðamann ber að garði. Hann hellir vel af rjóma yfir skyrið og býður upp á kaffi. Við færum okkur svo yfir í betri stofu þar sem Reynir kemur sér vel fyrir í góðum grænum „Lazy boy“-stól. Þar er gott að rifja upp sögur, en af þeim á Reynir nóg. Hann hefur marga fjöruna sopið og stundum í bókstaflegri merkingu, en ævintýrin sem Reynir hefur lent í í lofti, á láði og legi eru ófá. Eins og kötturinn virðist Reynir eiga sér níu líf og er líklega búinn með þau allnokkur.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.