Hvaða kona var þetta?
Ég er á mjög góðum stað í dag en þetta hefur verið löng vegferð og ég hef lagt mikið á mig, en mögulega getur sagan mín hjálpað öðrum konum. Þetta er ekki falleg saga,“ segir Anna María Sigtryggsdóttir sem sest með blaðamanni yfir góðum kaffibolla einn eftirmiðdag í vikunni. Hún fagnaði nýlega sjö ára edrúafmæli, en líf hennar hefur verið þyrnum stráð allt frá barnæsku. Með hugrekki, dugnaði og elju tókst Önnu Maríu að stíga út úr ljótum heimi fíkniefna og skapa sér fallegt líf.
Upplifði mikla höfnun
Anna María fæddist í Reykjavík og á eina eldri systur. Þegar þær systur eru átta og tíu ákveða foreldrar hennar að skilja.
„Mamma kallar á okkur systur inn í svefnherbergi og ég sest á milli hennar og pabba á rúmið. Systir mín stendur álengdar. Þetta andartak er greypt í huga mér. Mamma segir okkur að þau ætli að skilja og spyr okkur: „Hvort viljið þið koma með mér eða pabba ykkar?“ Systir mín...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.