Hvarf með allri áhöfn í jómfrúarferð sinni
Þess var minnst í síðustu viku að 53 ár eru nú liðin frá því ísraelski kafbáturinn INS Dakar hvarf með allri sinni áhöfn. Hafði báturinn frá árinu 1943 verið í þjónustu breska sjóhersins en þennan dag var hann undir nýjum þjóðfána í jómfrúarferð sinni frá Englandi til Ísraels. Hvað nákvæmlega gerðist er til þessa dags enn ekki vitað með fullri vissu. Dakar er einn fjögurra kafbáta sem á dularfullan hátt hurfu með manni og mús árið 1968.
Kafbáturinn var af svonefndri T-gerð sem smíðuð var fyrir konunglega breska sjóherinn á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Hann var af þriðju og síðustu kynslóð T-báta en þeir voru smíðaðir í miðri heimsstyrjöld sem setti vitaskuld nokkurn svip á framleiðsluna sökum skorts á ýmsum íhlutum og dýrmætum framleiðslutíma. Vegna þessa vantaði hina og þessa aukahluti í þriðju kynslóðina borið saman við þá sem á undan komu, s.s. stöku handrið hér og þar og annað akkeri bátsins. Að auki voru flestar pípur kafbátsins úr stáli en ekki kopar, líkt...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.