Dagurinn sem draumurinn rættist
„Það var draumur lífs míns að fá að sjá París. Ég get ekki lýst gleði minni með að fá þennan draum uppfylltan í dag.“ Þessi orð lét Adolf Hitler falla í samtali við arkitektinn Albert Speer eftir rétt um þriggja klukkustunda heimsókn til höfuðborgar Frakklands sumarið 1940. Var þetta í fyrsta og eina skiptið sem Foringinn sá París, en fáeinum mínútum síðar var hann floginn aftur til framlínuhöfuðstöðva sinna, Wolfsschlucht, sem kalla mætti Úlfagil á íslensku, í Belgíu, þaðan sem orrustunni um Frakkland var stjórnað.
Þann 22. júní 1940 fóru fulltrúar franskra stjórnvalda og hersins á fund við Adolf Hitler í Compiégne í Frakklandi. Tilgangurinn var að rita undir skilmála Þjóðverja um uppgjöf Frakklands. Vopnuðum átökum franskra og þýskra hersveita myndi með samningnum ljúka þremur dögum síðar, eða 25. júní. Athygli vakti að athöfnin var haldin í gömlum járnbrautarvagni, þeim sama og fulltrúar Þjóðverja sátu í þegar þeir rituðu undir uppgjöf Þýskalands í lok fyrri...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.