Hver hefur gefið þér leyfi til að deyja?
Passaðu þig! Það kemur varðhundur á móti þér,“ kallar Óskar Finnsson hátt og snjallt niður stigann til mín. Ég set mig í stellingar en öll spenna líður úr mér um leið og ég sé heimilishundinn Lion V. enda er hann af gerðinni Yorkshire Terrier og stendur frómt frá sagt varla upp úr gólfinu. Upplifir sig þó ugglaust margfalt stærri, eins og gjarnt er með smáhunda. Og sterkan eftir því. Lion V. er, svo sem rómverska talan gefur til kynna, fimmta gæludýr Óskars og fjölskyldu með téðu nafni en það hafa bæði verið hundar og kanínur sem hlotið hafa misjöfn örlög.
Óskar tekur glaðlega á móti mér og ekkert í fasi hans bendir til þess að hann sé að glíma við erfið veikindi. Ég hef orð á þessu og hann svarar því til að þetta sé góður dagur hjá sér. „Síðan gætir þú rekist á mig úti í búð á morgun og ég aðeins verið skugginn af sjálfum mér. Það getur verið mikill dagamunur á mér.“
Við komum okkur fyrir við eldhúsborðið og Óskar býður upp...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.