Vill græna hvata í samgöngumálum

Borgarfulltrúi. Koma Sjálfstæðisflokknum í meirihluta svo við getum skapað fallega …
Borgarfulltrúi. Koma Sjálfstæðisflokknum í meirihluta svo við getum skapað fallega framfaraborg, segir Hildur Björnsdóttir um áherslur og stefnu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Borgarstjórn er sú stofnun í íslensku samfélagi sem mælist með minnst traust, eða 17%. Borgarkerfið er brotið, óráðsían gríðarleg og verkefnin framundan ærin. Svo kjörnir fulltrúar geti fengið skýrt umboð til að leiða mikilvægar breytingar í borginni þarf traust. Við verðum því að ræða starfsumhverfið og færa orðræðuna til betri vegar,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

„Upplifun mín af hinu pólitíska umhverfi í borgarstjórn er svolítið undarleg. Hafandi kynnst heimi lögmennskunnar, sem felur auðvitað í sér rökstuddan ágreining um hvers kyns málefni, er svolítið sérstakt að upplifa umræðuhefðina innan borgarstjórnar. Þetta eru ómálefnaleg átök og upphrópanir oft og tíðum.“