Fáheyrt tjón í miklu ofsaveðri
Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því Engihjallaveðrið svonefnda, einn mesti stormhvellur sem sögur fara af, gekk yfir landið. Djúp og kraftmikil lægð barst að landinu síðdegis 16. febrúar 1981 svo vindstyrkur fór í áður óþekktar stærðir. Illviðrið olli fáheyrðu tjóni á þéttbýlum svæðum suðvestanlands, þök fuku af húsum í heilu lagi, rúður brotnuðu og hundruð ökutækja skemmdust. Víða urðu rafmagnstruflanir, sums staðar langvarandi rafmagnsleysi, og nær öll uppskera garðyrkjubænda í Biskupstungum eyðilagðist. Þá létust tveir ungir skipverjar á Heimaey VE 1 þegar þá tók út er bátinn hrakti stjórnlaust undan ofsaveðrinu upp í fjöru, skammt vestan við Hólsárós á Þykkvabæjarfjöru.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.