Afl til að gera það sem gera þarf
Sjö ár eru síðan Rúnar Árnason og faðir hans Árni Grétar Gunnarsson keyptu Glerborg, en á þeim tíma áttu þeir feðgar fyrirtækið Glerslípun og speglagerð, sem var mun smærra. „Við komum nýir inn í glerbransann rétt eftir hrun með kaupum okkar á Glerslípun og speglagerð. Þegar okkur bauðst að færa kvíarnar út enn frekar og kaupa Glerborg nokkrum árum síðar, stukkum við á tækifærið,“ segir Rúnar í samtali við ViðskiptaMoggann.
Breyting hefur nú aftur orðið á starfseminni eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrr í vikunni, en Glerborg hefur selt firmanafnið Glerborg ásamt gler- og speglahluta fyrirtækisins til Íspan. Rúnar segir að það komi kannski mörgum á óvart að gler- og speglahluti starfseminar hafi ekki verið nema lítill hluti veltunnar undanfarin ár. Með viðskiptunum skerpist áherslan á kjarnastarfsemi fyrirtækisins, sölu á glugga- og hurðalausnum, glerveggjum, svalahandriðum og svalalokunum. „Við höfum verið að færa fókusinn...