Hermann og villidýrin á heimilinu

Her­mann Gör­ing bar ávallt stór­kross járnkross­ins og hina prúss­nesku Pour …
Her­mann Gör­ing bar ávallt stór­kross járnkross­ins og hina prúss­nesku Pour le Mé­rite, æðsta heiðurs­merki sem Þýskalandskeis­ari gat veitt sín­um hermönn­um. Ljósmynd/Bundesarchiv

Hermann Göring – yfirmaður þýska flughersins Luftwaffe; forsætisráðherra Prússlands; forseti ríkisþingsins og einn nánasti samherji og vinur Foringjans. Glyskenndur mjög og skreyttur mörgum af helstu heiðursmerkjum Þriðja ríkisins. Hermann er sagður hafa þrifist á athygli og umtali, bar ósjaldan skósíða skikkju við sérhannaðan og oft litríkan einkennisbúning sinn og átti í einkaeigu ljósbláa Mercedes-glæsikerru þegar aðrir nasistaforingjar óku um götur á svörtum bifreiðum. En orður, búningar og stífbónaðir bílar var ekki nóg. Á sveitasetrum sínum Carinhall, norðaustur af Berlín, og í Obersalzberg í þýsku ölpunum geymdi Hermann gæludýrin. Á meðan sumir héldu hunda var flugmarskálkurinn með ljón og tígrisdýr á sínum heimilum.