Morgunblaðið
| 20.2.2021
| 10:05
Land sem þú þarft að upplifa
Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt var um fertugt þegar ástin bankaði upp á en sá heppni var grænlenski forsætisráðherrann og presturinn Jonathan Motzfeldt. Kristjana flutti þá til Grænlands og bjó þar í aldarfjórðung þar sem hún vann lengst af við gróðurrannsóknir. Kristjana segir Grænland engu líkt og Grænlendinga gott og glatt fólk. Þar upplifði hún sig sem hluta af náttúrunni.
Það var einn fallegan vetrardag að blaðamaður fór til fundar við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt á Kattakaffihúsinu í miðbænum. Þar var notalegt að spjalla og drekka kaffi innan um syfjaða ketti sem létu gestina að mestu í friði. Kristjana stendur á sjötugu og nýtur þess að vera komin á eftirlaun. Hún er létt og afslöppuð og blaðamaður fær strax á tilfinninguna að þar sé á ferð sterk kona. Kristjana bjó í aldarfjórðung á Grænlandi en flutti heim árið 2017, sjö árum eftir andlát eiginmannsins, forsætisráðherrans Jonathans Motzfeldts. Grænland kallaði hana þó til sín löngu áður...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
– það er ókeypis og án skuldbindingar.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.