Var alin upp í ljóðum
„Hefði ég skrifað þessa bók fyrir tuttugu árum, þá væri hún allt öðruvísi, því það hefur svo margt breyst síðustu áratugi í bókmenntafræðinni,“ segir Bergljót Soffía Kristjánsdóttir sem tilnefnd var til viðurkenningar Hagþenkis fyrir bók sína Fræðaskjóða: Bókmenntafræði fyrir forvitna.
„Að mínu mati hafa helstu breytingar í bókmenntafræði undanfarið tengst uppgötvunum í líffræði og taugafræði. Við höfum lært meira um mannsheilann á síðustu þremur áratugum heldur en allar aldirnar á undan – þó að við vitum lítið um hann enn! Fyrir vikið getum við farið að ræða hluti í bókmenntum á annan hátt en fyrr, til dæmis tilfinningar og geðshræringar, ímyndunarafl, lestur og sköpunarkraft. Auk þess hefur bókmenntafræðin á síðustu áratugum lagt áherslu á lesandann, á upplifunina af lestrinum. Bókmenntir eru einskis virði nema af því að fólk upplifir þær á ólíkan hátt. Hver og einn lesandi getur sótt til bókmennta og bætt við þær því sem sprettur af hans...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.