Maðurinn sem ruddi brautina
Mér finnst það einkenna forystufólk vinstrisins að þau hafa mörg fengið langtum meiri fegurð og kynþokka í vöggugjöf en leiðtogar hægrisins. Dæmin eru óteljandi bæði í íslenskri, bandarískri og evrópskri pólitík: því lengra sem farið er til vinstri því blíðara verður brosið og því meiri verða persónutöfrarnir. Vinstrið hefur spengileg kyntákn sem myndavélarnar elska, eins og Justin Trudeau, Alexandríu Ocasio-Cortez, Emmanuel Macron og Barack Obama. Á meðan situr hægrið uppi með frekar lúin og hjassaleg eintök eins og Boris Johnson og Donald Trump.
Er freistandi að útskýra þetta fyrirbæri með því að boðskapur vinstrisins höfði til hjartans frekar en til heilans; að það sé hægt að ná til kjósenda hægra megin með rökum en vinstrið verði að krækja í atkvæðin með fallegum umbúðum. Eða máski að laglegt fólk sé hreinlega líklegra til að verða vinstrimenn því yfirleitt fylgir það fegurðinni að fá allt upp í hendurnar og hafa þess vegna takmarkaðan skilning á alvöru lífsins.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.