Réttarhöld aldarinnar

Hluti sakborninga undir augum bandarískra hermanna. Í fremri röð frá …
Hluti sakborninga undir augum bandarískra hermanna. Í fremri röð frá vinstri eru Hermann Göring, Rudolf Hess, Joachim von Ribbentrop og Wilhelm Keitel. Í aftari röð frá vinstri eru Karl Dönitz, Erich Raeder, Baldur von Schirach og Fritz Sauckel. Myndin er tekin í miðjum réttarhöldum. Ljósmynd/Bandaríkjaher

Alþjóðaherdómstóllinn kom saman í rústum Nürnberg í Þýskalandi 20. nóvember 1945 hvar réttað var yfir þeim lykilmönnum Þriðja ríkisins sem enn voru á lífi. Dómar voru kveðnir upp 1. október 1946. Af þeim 22 sem sóttir voru til saka voru 12 dæmdir til hengingar, sjö til fangelsisvistar, ævilangt og niður í 10 ár, og þrír voru sýknaðir. Þeir sem sáu um hengingarnar tilheyrðu sérstakri aftökusveit innan Bandaríkjahers. Ýmislegt þykir þó benda til þess að illa hafi verið að aftökunum staðið og má að líkindum kenna vankunnáttu böðulsins um. Jarðneskar leifar hinna dæmdu voru svo fluttar á brott með mikilli leynd.

Lagður var grunnur að réttarhöldunum í nóvember 1943 þegar sameiginleg yfirlýsing Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna var birt vegna hermdarverka nasista í Evrópu. Þar heita bandamenn því að knésetja Þriðja ríkið, elta uppi helstu stjórnendur þess og rétta yfir þeim. Fulltrúar Sovétríkjanna vildu þó ganga enn lengra og lögðu til fjöldaaftökur á þýskum hermönnum....