Sannar tilfinningar
Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur verður frumsýndur á morgun, laugardag, í Samkomuhúsinu á Akureyri, uppfærsla Leikfélags Akureyrar í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á hinu vinsæla verki Ólafs Gunnars Guðlaugssonar sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson samdi tónlistina við. Verkið var fyrst sýnt árið 2002 og lék Björgvin Franz Gíslason þá Benedikt en nú er það Árni Beinteinn Árnason sem leikur álfinn en Björgvin er í öðru hlutverki í sýningunni.
Segir í söngleiknum af vinunum Benedikt búálfi og Dídí mannabarni og ferðalagi þeirra um Álfheima. Tóta tannálfi hefur verið rænt og Álfheimar allir eru í hættu. Benedikt og Dídí snúa bökum saman, reyna hvað þau geta að bjarga Álfheimum og lenda í því ævintýri í ýmsum uppákomum og alls konar furðuverum. Auk Árna og Björgvins leika í verkinu Valgerður Guðnadóttir, Kristinn Óli/Króli, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson og Birna Pétursdóttir en leikstjóri er Vala Fannell.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.