Hvenær lokar spilavítið?
Verandi langt leiddur anarkó-kapítalisti hreifst ég snemma að hugmyndafræðinni á bak við rafmyntina bitcoin. Gott ef mætti ekki kalla bálkakeðjuna, sem bitcoin byggir á,einhverja snjöllustu uppfinningu okkar tíma.
Kerfið er í sjálfu sér ósköp einfalt: innviðir internetsins eru notaðir til að búa til nokkurs konar dreifða gagnaskrá – bálkakeðjuna– sem varðveitir upplýsingar um eignarhald allra mynteininga í bitcoin hagkerfinu. Með flóknum reiknireglum er þannig búið um hnútana að nærri ógerlegt er fyrir nokkurn aðila að falsa upplýsingar á bálkakeðjunni en kerfið er líka þannig hannað að hver sem er getur tekið þátt í að halda gagnaskránni gangandi. Reiknireglurnar verðlauna þá sem halda bálkakeðjunni á lífi með því að gefa þeim nýjar mynteiningar sem verða til á bálkakeðjunni jafnt og þétt.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.