Til varnar ástþyrstum skunkum

Viðkvæma fólkinu hefur tekist að snúa boðskap teiknimyndanna um Pepé …
Viðkvæma fólkinu hefur tekist að snúa boðskap teiknimyndanna um Pepé le Pew á haus.

Ef það skyldi hafa farið framhjá lesendum þá hafa Bandaríkjamenn gengið endanlega af göflunum.

Á undanförnum vikum og mánuðum hefur útskúfunaráráttan náð slíkum hæðum að ástsælar teiknimyndahetjur sæta ritskoðun fyrir að falla ekki að háheilögum réttsýnishugsjónum líðandi stundar.

Í sumar hefjast sýningar á teiknimyndinni Space Jam: A New Legacy en þar er á ferð sjálfstætt framhald samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1996 þar sem Kalli kanína og félagar fengu sjálfan Michael Jordan til liðs við sig í ærslafullri körfuboltakeppni í undraveröld Looney Tunes. Í framhaldsmyndinni verður Jordan fjarri góðu gamni en LeBron James kemur í hans stað.