Ungi riddarinn í Norður-Afríku
Aðfaranótt 22. júlí 1942 sat ungur þýskur hermaður, Günter Halm að nafni, ásamt félögum sínum við skriðdrekabyssu í eyðimörk Norður-Afríku. Skyndilega rýfur breskt herfylki næturþögnina og stjórnleysi tekur völdin. Fáeinum mínútum síðar höfðu Günter og félagar grandað 15 bryndrekum. Framganga þeirra sem mönnuðu skriðdrekabyssuna þessa nótt fór ekki fram hjá Erwin Rommel marskálki sem í kjölfarið sæmdi Günter riddaragráðu járnkrossins. Varð hann með því yngstur hermanna Þjóðverja í Norður-Afríku til að fá heiðursmerkið eftirsótta, eða einungis 19 ára gamall.
Günter fæddist 27. ágúst 1922 í bænum Elze í Neðra-Saxlandi, sonur hjónanna Heinrich og Friederike Halm. Áður en heimsstyrjöldin braust út og fyrstu árin á eftir var Günter virkur í æskulýðsstarfi nasistaflokksins NSDAP, eða Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei á þýsku. Í ágústmánuði 1941, þegar hann var nýorðinn 19 ára, skráði Günter sig til herþjónustu. Sökum þess að hann gekk fús...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.