Píramídarnir borga sig fyrir suma

Piltur í einu af fátækari hverfum Mexíkóborgar. Hvort mun gagnast …
Piltur í einu af fátækari hverfum Mexíkóborgar. Hvort mun gagnast honum betur næstu áratugina: öflugur hagvöxtur eða minni losun koltvísýrings? AFP

Á leiðinni hingað út í paradísareyjuna Holbox, á norðaustur odda Yucatan-skagans, stóð magamikill og keikur mexíkóskur afi í stefni ferjunnar og gætti þess að fimm litlir gríslingar sem voru með í för færu sér ekki að voða. Barnabörnin voru svo forvitin um allt sem fyrir augu bar að spurningarnar komu hver á fætur annarri:

„Afi! Afi! Af hverju sé ég enga fiska?“ spurði eitt krílið.

„Af því að þeir eru að fela sig,“ var svarað að bragði.

„En afi – af hverju er sjórinn hérna svona grænn á litinn?“ spurði annað barnið.

„Af því að það er búið að bæta út í hann litarefnum,“ útskýrði afinn án þess að hika.