Manngerðar hraunborgir
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt og sonur hennar Arnar Skarphéðinsson arkitektanemi skoða hvort hægt sé að nota hraunrennsli til að móta burðargrind fyrir borgir og mannvirki. Þetta gera þau með því að segja sögur af ímynduðum og tilraunakenndum heimum sem annars vegar takast á við loftslagsvandann og hins vegar afleiðingar hamfarahlýnunar.
Hvað ef mannvirki myndu spretta upp úr jarðlögunum eða verða til fyrir tilstilli veðurfarsins á því svæði þar sem þau eru staðsett? Hvað ef byggingar framtíðarinnar yrðu til úr þeim efnum sem til staðar eru og umbreyttust í krafti þeirrar orku og þeirra auðlinda sem finna má í nánasta umhverfi þeirra? Hvernig litu náttúrulegustu mannvirki jarðar út, laus við skaðlega námuvinnslu og óendurnýtanlega orkuöflun?“ Þetta eru spurningar sem Arnhildur og Arnar varpa fram í tengslum við verkefni sitt Hraunmyndanir (e. Lavaforming).
Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Átta hundruð...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.