Hinir níu sem lentu í helvíti

Áhöfn bandarísku sprengjuvélarinnar Lady Be Good stillir sér upp fyrir …
Áhöfn bandarísku sprengjuvélarinnar Lady Be Good stillir sér upp fyrir myndatöku. Frá vinstri eru William J. Hatton flugstjóri; Robert F. Toner flugmaður; Dp Hays siglingafræðingur; John S. Woravka sprengjusérfræðingur; Harold J. Ripslinger flugvirki; Robert E. LaMotte fjarskiptamaður; Guy E. Shelly skytta; Vernon L. Moore skytta og Samuel E. Adams skytta. Hópurinn var allur látinn stuttu eftir myndatökuna. Ljósmynd/Bandaríski flugherinn

Sunnudaginn 9. nóvember 1958 keyrðu breskir olíuvinnslumenn fram á flugvélabrak í eyðimörk Líbíu. Hafði vélin, sem er bandarísk og af gerðinni B-24D Liberator, þá legið í heitum sandinum í um 15 ár, eða allt frá því flugmenn hennar villtust af leið eftir mislukkaðan sprengjuleiðangur til Ítalíu. Ekkert þótti benda til þess að þeir níu sem skipuðu flugáhöfnina hafi fylgt vél sinni síðasta spölinn. Þá var heldur engin flugvél bandamanna sögð hafa farist á þessum slóðum í stríðinu. Ástæða þess að sprengjuvélin fórst og afdrif áhafnarinnar átti ekki eftir að koma í ljós fyrr en árum síðar.