Dalvíkurskjálftinn olli miklu tjóni
Öflugur jarðskjálfti skók Norðurland um kl. 12.43 laugardaginn 2. júní 1934. Skjálftinn mældist af stærð 6,2 MS og fannst allt frá Búðardal í vestri og austur á Vopnafjörð, samkvæmt bókinni Náttúruvá á Íslandi.
Upptök skjálftans voru á Dalvíkurmisgenginu um það bil einn kílómetra austur af Dalvík. Fyrsti jarðskjálftakippurinn var langharðastur og lengstur og var sagt að hann hefði staðið í hálfa aðra mínútu (90 sekúndur). Sjómenn fundu mikið högg kom á báta sína og nálægt mynni Eyjafjarðar sást óvenjuleg hafsbylgja. Það þótti benda til þess að jarðskjálftinn hefði orðið undir hafsbotni. Miklar jarðsprungur mynduðust og skriður féllu í fjöllum.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.