Strandeldi að ná sér á strik á ný

Í Þorlákshöfn eru tvær stórar seiðastöðvar og þar eru í …
Í Þorlákshöfn eru tvær stórar seiðastöðvar og þar eru í undirbúningi nokkrar strandeldisstöðvar sem framleiða munu þúsundir tonna af laxi. Morgunblaðið/Eggert

Áform eru uppi um að byggja hér nokkrar strandeldisstöðvar til að ala lax í sláturstærð og fyrirtæki sem hafa verið með slíka starfsemi eru að undirbúa stækkun. Ef þau áform sem nú eru á hugmynda- og undirbúningsstigi verða að veruleika gætu strandeldisstöðvarnar hér framleitt í framtíðinni tvöfalt það magn af laxi sem reiknað er með að komi úr sjókvíum við landið í ár. Fjárfestingin hleypur á tugum milljóna og til gætu orðið hátt í þúsund ný störf. Þetta er í takti við þróunina erlendis. Norskir fiskeldismenn og fjárfestar eru með afar mikil áform um laxeldi á landi, bæði í heimalandinu og nær stórum mörkuðum, í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu.