Menningararfur og auðlind

Danskir sjóliðar bera handritin af skipsfjöl síðasta vetrardag á því …
Danskir sjóliðar bera handritin af skipsfjöl síðasta vetrardag á því herrans ári 1971. Litla stúlkan sem er lengst til hægri á myndinni er Guðrún Nordal. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Síðasta vetrardag, miðvikudaginn 21. apríl, verður þess minnst með ýmsu móti að slétt hálf öld er frá því Íslendingar fengu fyrstu íslensku handritin afhent frá Dönum. Svo skemmtilega vill til að 21. apríl árið 1971 bar einnig upp á síðasta vetrardag. Þessi tímamót urðu í kjölfar áralangra umleitana af hálfu Íslendinga, en lausn handritamálsins hafi að margra mati verið lokaáfangi sjálfstæðisbaráttunnar. „Handritin og fornsögurnar eru menningararfur Íslendinga og lögðu Íslendingar ríka áherslu á að fá handritin heim eftir lýðveldistöku. Lausn handritamálsins var stórmerkileg í alþjóðlegu tilliti,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum við Háskóla Íslands.