Menningararfur og auðlind
Síðasta vetrardag, miðvikudaginn 21. apríl, verður þess minnst með ýmsu móti að slétt hálf öld er frá því Íslendingar fengu fyrstu íslensku handritin afhent frá Dönum. Svo skemmtilega vill til að 21. apríl árið 1971 bar einnig upp á síðasta vetrardag. Þessi tímamót urðu í kjölfar áralangra umleitana af hálfu Íslendinga, en lausn handritamálsins hafi að margra mati verið lokaáfangi sjálfstæðisbaráttunnar. „Handritin og fornsögurnar eru menningararfur Íslendinga og lögðu Íslendingar ríka áherslu á að fá handritin heim eftir lýðveldistöku. Lausn handritamálsins var stórmerkileg í alþjóðlegu tilliti,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum við Háskóla Íslands.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.