„Innblásturinn er margslunginn“

Tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson sækir innblástur víða og þá meðal …
Tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson sækir innblástur víða og þá meðal annars í náttúrufyrirbæri. Ljósmynd/Heimir Freyr Hlöðversson

Moonbow, önnur plata tónskáldsins Gunnars Andreasar Kristinssonar, kemur út í dag á vegum hinnar virtu bandarísku útgáfu Sono Luminus. Er það jafnframt fyrsta platan með verkum Gunnars sem fyrirtækið gefur út á heimsvísu en Naxos sér um dreifingu hennar. Fyrri plata Gunnars, Patterns, kom út fyrir átta árum og hlaut Kraumsverðlaunin árið 2013.

Gunnar segir Moonbow mun umfangsmeiri í sniðum og þá bæði hvað varðar stærð verka og fjölda hljóðfæraleikara. Fimm verk eru á plötunni og flutt af kammerhópunum Caput, Strokkvartettinum Sigga og Duo Harpverki.

Íslandstenging

Gunnar er spurður að því hvort ekki sé eftirsótt hjá tónskáldum að fá plötu útgefna af Sono Luminus og telur hann svo vera. „Það hefur verið einhver Íslandstenging hjá fyrirtækinu sem hefur spottað spennandi tónlistarsenu hérna á Íslandi og komið íslenskum tónskáldum og tónlistarhópum á kortið erlendis,“ segir hann. Fyrirtækið sé lítið en...