„Innblásturinn er margslunginn“

Tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson sækir innblástur víða og þá meðal …
Tónskáldið Gunnar Andreas Kristinsson sækir innblástur víða og þá meðal annars í náttúrufyrirbæri. Ljósmynd/Heimir Freyr Hlöðversson

Moonbow, önnur plata tónskáldsins Gunnars Andreasar Kristinssonar, kemur út í dag á vegum hinnar virtu bandarísku útgáfu Sono Luminus. Er það jafnframt fyrsta platan með verkum Gunnars sem fyrirtækið gefur út á heimsvísu en Naxos sér um dreifingu hennar. Fyrri plata Gunnars, Patterns, kom út fyrir átta árum og hlaut Kraumsverðlaunin árið 2013.

Gunnar segir Moonbow mun umfangsmeiri í sniðum og þá bæði hvað varðar stærð verka og fjölda hljóðfæraleikara. Fimm verk eru á plötunni og flutt af kammerhópunum Caput, Strokkvartettinum Sigga og Duo Harpverki.

Íslandstenging