Ég er ekki í óttanum

Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Prins Póló þekkja flestir, enda þjóðþekktur tónlistarmaður sem glatt hefur landann með óvenjulegri tónlist og skemmtilegum textum. Prinsinn, sem heitir Svavar Pétur Eysteinsson, greindist í árslok 2018 með fjórða stigs krabbamein í vélinda og lagði hann þá kórónuna á hilluna. Svavar er þó síður en svo búinn að leggja árar í bát og vinnur jöfnum höndum að myndlist, ljósmyndun og tónlist.

Hann gengur undir listamannsnafninu Prins Póló en heitir fullu nafni Svavar Pétur Eysteinsson. Og þótt hliðarsjálfið sé Prinsinn er maðurinn sem situr á móti blaðamanni með kaffibollann sinn enginn prins. Hann er venjulegur fjölskyldufaðir, eiginmaður, bulsuframleiðandi, ferðaþjónustubóndi, listamaður og nemi í ljósmyndun. Sem lenti í því að krabbamein bankaði upp á.

Veikindin urðu til þess að Svavar lagði kórónuna á hilluna en tónlistin er þó aldrei langt undan. Annað slagið dustar hann rykið af gullkórónunni úr pappa og skellir á höfðuðið, en þessa dagana á ljósmyndun...