Var oft kölluð jarðskjálftastelpan

Sigurveig fór á myndlistarnámskeið þegar hún bjó í Róm og …
Sigurveig fór á myndlistarnámskeið þegar hún bjó í Róm og svo í myndlistarskóla hér heima þegar hún var sextug. Hún er með vinnustofu á Eyrinni á Akureyri og hefur mest gaman af að mála með olíulitum. Morgunblaðið/Margrét Þóra

„Ég fékk oft að heyra að ég hefði fæðst daginn sem Dalvíkurskjálftinn varð, sérstaklega þegar ég var krakki. Á Dalvík var ég oft kölluð jarðskjálftastelpan,“ segir Sigurveig Sigurðardóttir myndlistarmaður á Akureyri. Hún fæddist í Lambhaga á Dalvík 2. júní 1934. Ítarlega er sagt frá fæðingu hennar í Sögu Dalvíkur, 3. bindi, eftir Kristmund Bjarnason. Hér er gripið niður í þá frásögn.

Foreldrar Sigurveigar, Sigurður Þorgilsson frá Sökku og Petrína Jónsdóttir frá Nýjabæ, bjuggu í Lambhaga. Það var tvílyft steinhús með lofti úr tré og þiljað að innan. Petrína var mjög berdreymin og dreymdi oft fyrir daglátum. Hún hafði erfiðar draumfarir á meðgöngunni og var viss um að bæði hún og barnið sem hún gekk með myndu deyja. „Hafði ég skrifað Jórunni Norðmann suður í Reykjavík og bað hana að annast litlu dóttur mína, sem var rúmlega hálfs annars árs, ef eitthvað skyldi henda mig.