Var oft kölluð jarðskjálftastelpan
„Ég fékk oft að heyra að ég hefði fæðst daginn sem Dalvíkurskjálftinn varð, sérstaklega þegar ég var krakki. Á Dalvík var ég oft kölluð jarðskjálftastelpan,“ segir Sigurveig Sigurðardóttir myndlistarmaður á Akureyri. Hún fæddist í Lambhaga á Dalvík 2. júní 1934. Ítarlega er sagt frá fæðingu hennar í Sögu Dalvíkur, 3. bindi, eftir Kristmund Bjarnason. Hér er gripið niður í þá frásögn.
Foreldrar Sigurveigar, Sigurður Þorgilsson frá Sökku og Petrína Jónsdóttir frá Nýjabæ, bjuggu í Lambhaga. Það var tvílyft steinhús með lofti úr tré og þiljað að innan. Petrína var mjög berdreymin og dreymdi oft fyrir daglátum. Hún hafði erfiðar draumfarir á meðgöngunni og var viss um að bæði hún og barnið sem hún gekk með myndu deyja. „Hafði ég skrifað Jórunni Norðmann suður í Reykjavík og bað hana að annast litlu dóttur mína, sem var rúmlega hálfs annars árs, ef eitthvað skyldi henda mig.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.