Hnattrænt þjóðernisviðbragð
Ég hef allmörg undanfarin ár verið að rannsaka þjóðernishyggju og pópúlisma, en einnig samsæriskenningar þeim tengdar hin síðari ár. Skrifaði bók um það árið 2018, þá aðallega um samsæriskenningar pópúlista í vestrænum stjórnmálum.“
Hvað áttu við þegar þú talar um pópúlista?
„Pópúlismi er auðvitað flókið og margrætt hugtak, en ég nota það til þess að skoða þá tegund stjórnmála, sem gengur út á að skipta samfélögum í tvær andstæðar fylkingar: «Góðra okkar og vondra hinna» og ala svo á ótta við utanaðkomandi ógn.
Ég hef aðallega verið að skoða þjóðernissinnaða pópúlista og ég held því fram að þeir noti þriggja stiga orðræðu í aðferðum sínum. Í fyrsta lagi að framleiða utanaðkomandi ógn, sem steðji að þjóðinni. Í öðru lagi að saka innlenda elítu um að hafa svikið þjóðina í hendur þessarar utanaðkomandi ógnar. Og svo í þriðja lagi að stilla sjálfum sér upp sem vörninni gegn hvoru tveggja. Þetta er í mínum huga...