Það er ekki lengur hægt að ræða málin

Frá mótmælum gegn smitvarnaaðgerðum í Danmörku. Þegar málin eru ekki …
Frá mótmælum gegn smitvarnaaðgerðum í Danmörku. Þegar málin eru ekki rædd ýtir það fólki út á jaðarinn. AFP

Ég má til með að mæla með hlaðvarpinu Dark Horse sem hjónin Bret Weinstein og Heather Heying halda úti á YouTube. Þau eru bæði með doktorsgráðu í þróunarlíffræði, jarðbundin, snjöll og alvöruvísindamenn. Bæði kenndu við Evergreen State College, suður af San Francisco, allt fram til ársins 2017 þegar kastaðist í kekki á milli Weinsteins og réttsýnasta fólksins á háskólasvæðinu.

Löng hefð er fyrir því hjá Evergreen að þeir nemendur og kennarar sem tilheyra minnihlutahópum taka sig til einu sinni á ári og skrópa í skólanum heilan kennsludag. Er þetta gert til þess að minna á mikilvægt framlag þeirra í skólastarfinu.