Ábyrgðarhluti að búa til fyrir börn
„Barnabækur mega alls ekki vera leiðinlegar fyrir fullorðna, það er alveg hræðilegt, það þekkja allir foreldrar,“ segja þau systkini Þórarinn og Sigrún Eldjárn, en þau sendu nýlega frá sér barnabókina Rím og roms, ljóðabók þar sem Þórarinn sér um textagerð en Sigrún er höfundur mynda.
„Þetta er níunda ljóðabókin sem við gerum saman með þeim hætti að ég yrki ljóðin en Sigrún myndskreytir. Þar fyrir utan eru einar fjórar bækur þar sem þessu er öfugt farið, þá hefur Sigrún spunnið upp myndir en ég ljóðskreytt,“ segir Þórarinn og Sigrún bætir við að hún passi ekki síður en textasmiðurinn að hafa myndirnar hressilegar og líflegar.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.