Langdræg lyklaborð
Shimomura, kotroskinn smákrimmi í borginni Nagoya í Japan, þurfti ekki að hugsa sig um tvisvar þegar yfirboðari hans í glæpasamtökunum alræmdu Yamaguchi-gumi spurði hvort hann væri til í að græða mikla peninga á skömmum tíma og án teljandi áhættu. „Er sólin heit?“ hefur hann ugglaust hugsað með sér.
Í framhaldinu var hann sendur á fund á knæpu í borginni um kvöldið, þar sem þrír aðrir ókunnugir stigamenn af hans sauðahúsi voru fyrir. Tveir þeirra af kóreskum uppruna, líkt og Shimomura sjálfur. Loks bættist fundarstjórinn í hópinn og afhenti fjórmenningunum fábrotin hvít greiðslukort sem höfðu hvorki að geyma örflögu, nafn né tölur, aðeins segulrönd. Fyrirmælin voru ekki flókin: Fjórmenningarnir áttu að fara stundvíslega klukkan fimm morguninn eftir í hvaða 7-Eleven-verslun sem var – og aðeins 7-Eleven-verslun – og taka út 100.000 jen í einu (eða um 110.000 kr.) úr hraðbankanum á staðnum, allt að nítján sinnum. Alls ekki oftar....