Erfiðir tímar fyrir rafmyntabraskara
Ég lét verða af því um síðustu helgi að bjóða eiginmanninum til Las Vegas. Eins og vera ber tókum við hús á Elvis Presley í einni af betri kapellum bæjarins til að endurnýja hjúskaparheitin, kíktum í búðirnar og prufuðum „fallhlífarstökk“ í vindgöngum innandyra – því eins gaman og hann Youssef minn hefur af adrenalínsporti þá þarf ég að vera orðinn mjög þreyttur á hjónabandinu áður en ég leyfi honum að stökkva úr flugvél.
Við vorum að pakka ofan í töskurnar þegar fyrstu fréttir bárust af meiri háttar hamförum á rafmyntamörkuðum: bitcoin og aðrar rafmyntir væru í frjálsu falli. Það var við hæfi að hugleiða örlög allra ólánsömu rafmyntabraskaranna á meðan ég rölti um gólf spilavítanna í Vegas. Rafmyntabóla undanfarinna mánaða hefur jú einmitt verið eins og eitt stórt spilavíti: ekta spákaupmennskumarkaður þar sem þeim einum vegnar vel sem ýmist eru stálheppnir eða einstaklega lagið að nýta sér flónsku annarra. Ég sé sáralítinn mun á því að kaupa bitcoin og...