Þegar Bram Stoker var bálskotinn í Walt Whitman
Ef þeir væru uppi í dag hefði Bram Stoker eflaust látið nægja að senda Walt Whitman skeyti í gegnum stefnumótaforritið Grindr, en árið var 1876 og ekki annað í boði en að senda langt og innilegt handskrifað bréf í pósti og gæta þess að það sem þyrfti þar að koma fram væri sagt undir rós. Það kom ekki til greina að segja hlutina berum orðum enda samkynhneigð bæði ólögleg og fyrirlitin beggja vegna Atlantshafsins.
Varla þarf að kynna Bram Stoker og Walt Whitman fyrir lesendum. Sá fyrrnefndi skrifaði söguna um vampíruna Drakúla og ruddi með því leiðina fyrir nýja tegund bókmennta. Sá síðarnefndi er í hópi fremstu ljóðskálda Bandaríkjanna og tókst í senn að hrista rækilega upp í bandarískri bókmenntahefð og hneyksla samtímamenn sína með verkum á borð við ljóðasafnið Leaves of Grass.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.