Ekkert fær stöðvað Whitney

Það gustar af Whitney Wolfe Herd og verður gaman að …
Það gustar af Whitney Wolfe Herd og verður gaman að fylgjast með framlagi hennar á komandi árum. Fleiri mættu vera eins og hún. Joe Scarnici/GETTY IMAGES/AFP

Einhvern veginn virðist það hafa farið alveg framhjá íslenskum fjölmiðlum að bandaríski frumkvöðullinn Whitney Wolfe Herd vann meiriháttar afrek í febrúar síðastliðnum þegar hún skráði á markað fyrirtækið Bumble sem rekur samnefnt stefnumótaforrit.

Með skráningunni varð hún nefnilega yngsta kona sögunnar til að skrá félag á hlutabréfamarkað – í það minnsta í Bandaríkjunum – og einnig yngsta konan til að komast á milljarðamæringalista Bloomberg á eigin spýtur.

Whitney er hrífandi, bráðsnjöll og með bein í nefinu – og löngu tímabært að íslenskir lesendur fræðist um sögu hennar.