Flugkappinn sem Foringinn dásamaði
„Ég á erfitt með að lýsa þessari upplifun. Þetta var heillandi. Það var sem maður sæti á fallbyssukúlu á fleygiferð um himininn. Eins konar hraðavíma. Það var alls ekki erfitt að fljúga henni en upplifunin var yfirþyrmandi. Við enda flugbrautar var hraðinn yfir 800 km/klst. og jókst í sífellu í nær lóðréttu risi. Eftir um eina og hálfa mínútu var flughæð 30 þúsund fet.“ Svona lýsir einn helsti tilraunaflugmaður Þriðja ríkisins upplifun sinni af undravopninu Messerschmitt Me 163 „Komet“, einu eldflaugaflugvél heims til að komast í almenna herþjónustu. Flugkappinn var Hanna Reitsch og hefur henni verið lýst sem einum helsta brautryðjenda síns tíma og sögð hafa verið uppáhaldsflugmaður Foringjans. Er hún jafnframt eina konan í seinna stríði til að hljóta bæði járnkross af fyrstu gráðu og heiðursmerki flugmanna Luftwaffe í gylltu með demöntum.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.