Gæti þess að krónan ofrísi ekki

Kampakátir ferðamenn á leið í hvalaskoðun. Ferðamannaiðnaðurinn gæti verið kominn …
Kampakátir ferðamenn á leið í hvalaskoðun. Ferðamannaiðnaðurinn gæti verið kominn á fulla ferð síðar í sumar með tilheyrandi innstreymi gjaldeyris. Morgunblaðið/Eggert

Langur kórónuveiruvetur er að baki og víða hægt að greina batamerki í atvinnulífinu. Er ekki síst beðið með óþreyju eftir erlendu ferðamönnunum sem fjölgar jafnt og þétt og margir sem spá að um mitt sumar verið ferðamannastraumurinn hér um bil kominn í eðlilegt horf.

Samhliða batamerkjunum hefur krónan tekið að styrkjast og bara frá byrjun maí hefur hún styrkst um 2,5 til 2,9% gagnvart evru og bandaríkjadal. Nemur styrkingin um 4% undanfarna þrjá mánuði og 10% frá því krónan var veikust í september síðastliðnum og er gengi krónunnar í dag á svipðu reiki og í upphafi heimsfaraldurs.