Árin sem mótuðu embættið
Í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní, eru liðin áttatíu ár frá því Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri Íslands, en embættið var nokkurs konar undanfari forsetaembættisins. Um líkt leyti, eða 13. júní 1941, bauð Sigurður Jónasson íslenska ríkinu jörðina Bessastaði og var hún þá þegar hugsuð sem embættisbústaður ríkisstjóra.
„Sambandslagasamningurinn geymdi engin ákvæði um konungssambandið, og þegar leið að lokum þess 25 ára tímabils sem hann átti að vara, þá fór fólk að leiða hugann að því hvað myndi gerast næst,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, en hann hefur í sagnfræðirannsóknum sínum rannsakað nokkuð sögu forsetaembættisins og um leið ríkisstjóratímann, er varði í nákvæmlega þrjú ár, frá 17. júní 1941 og til lýðveldisstofnunarinnar á Þingvöllum 1944. Þau ár voru því nokkurs konar mótunarár fyrir lýðveldið og embættið sem var fyrirrennari forsetaembættisins.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.