Listin hluti af því að vera manneskja
„Verkin á þessari sýningu eru aðeins hluti af mínum ferli, þótt þau séu í tveimur stórum sölum. Ef ég hefði verið með yfirlitssýningu hefði ég sennilega þurft sex stóra sali. Ég hef ágæta yfirsýn yfir verkin mín svo ég settist niður og teiknaði hvaða verk ættu að vera saman og hvað hver flokkur verka ætti að heita. Þetta var ekki erfitt val, heldur kom af sjálfu sér að finna hvaða verk pössuðu saman og þá fann ég fljótt út hvaða heiti ættu við. Mér finnst það endurlífga verkin að vera sett svona saman, ég sé þau með nýjum hætti þegar ég er búinn að setja þau í þetta nýja samhengi, þá verður eitthvað nýtt til,“ segir Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður um sýninguna Tegundagreiningu, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin er sambland endurlits og nýrra verka eftir Steingrím og er tilraun hans til að skýra kveikjuna að myndsköpuninni. Steingrímur hefur auðkennt ákveðna yfirflokka sem settir eru fram í því samhengi og heita þeir Hið ósnertanlega,...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.