Náttúra hálendis verðmæti framtíðar

Endurheimt vistkerfa er ein af undirstöðum sjálfbærrar þróunar, segir Auður …
Endurheimt vistkerfa er ein af undirstöðum sjálfbærrar þróunar, segir Auður Önnu Magnúsdóttir hjá Landvernd um áherslur samtakanna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Endurheimt náttúrulegra vistkerfa og skýrari rammi um lausagöngu búfjár eru meðal áherslumála í ályktunum aðalfundar Landverndar, sem haldinn var í síðustu viku. Nauðsynlegt er, hvað vistheimt varðar, að mati samtakanna að fylla í skörðin þar sem mýrlendi hefur verið ræst fram með tilheyrandi röskun á lífríki. Þá þarf að vernda náttúrulega birkiskóga, enda er lífríki þeirra fjölbreytt og undirstaða margs í stóru samspili náttúrunnar.

Dregur úr líffræðilegri fjölbreytni

„Okkur rennur til rifja að enn sé verið að ræsa fram mýrlendi sem losar mikið magn af gróðurhúsalofttegundum en eyðir líka búsvæðum plantna og fugla og dregur þannig úr líffræðilegri fjölbreytni,“ segir Auður Önnu- og Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.