Bar eitt sinn nafn sem allir þekktu
Horst Wessel, nafn sem fáir kannast við nú á dögum. Á uppgangstímum nasista var nafn þetta aftur á móti á hvers manns vörum í Þýskalandi, einkum eftir að Horst þessi var gerður að píslarvotti nasista í kjölfar sviplegs andláts hans. Var hann þá starfandi stormsveitarforingi. Sagan af Horst minnti svo óvænt á sig þegar hingað til lands kom skólaskip bandarísku strandgæslunnar, USCGC Eagle. Skipið var smíðað ásamt tveimur systurskipum af skipasmíðastöð Blohm & Voss í Hamborg árið 1936 og í viðurvist sjálfs Foringjans nefnt í höfuðið á hinum látna stormsveitarmanni.
Horst Ludwig Georg Erich Wessel var fæddur 9. september árið 1907 í borginni Bielefeld í norðvesturhluta Þýskalands. Hann var sonur hjónanna Wilhelm Ludwig Georg Wessel lútherstrúarprests og Berthu Luise Margarete Wessel. Horst átti tvö systkini, þau Ingeborg Paula Margarethe, fædda 1909, og Werner Georg Erich Ludwig, fæddan 1910. Óhætt er að fullyrða að fjölskyldan hafi tilheyrt millistétt þess...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.