Þurfum svigrúm til að mæta stórslysi

Starfsemi Landspítalans er umfangsmikil og jafnan eru sterkar skoðanir á …
Starfsemi Landspítalans er umfangsmikil og jafnan eru sterkar skoðanir á starfseminni. Morgunblaðið/Eggert

„Sjónarmið okkar lækna eru ákall úr grasrótinni,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum. Hann er í forsvari þeirra 985 lækna sem í síðustu viku afhentu fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins undirskriftir sínar, þar sem skorað er „á stjórnvöld að axla ábyrgð á stöðunni í heilbrigðiskerfinu“, eins og komist var að orði.

Læknar telja mikilvægt að gefin fyrirheit um aukið fjármagn til alls heilbrigðiskerfisins verði efnd. Mikilvægt sé að koma með varanlegar lausnir í öldrunarþjónustu, samanber að á hverjum tíma dvelst á Landspítalanum fólk sem lokið hefur læknismeðferð, en ekki er hægt að útskrifa því ekki er í önnur hús að venda. Í raun stífli þetta allt gangvirki spítalans.