„Karlar vilja jafn mikið eignast börn“
Ófrjósemi er vaxandi vandamál í heiminum, en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) glíma 48 milljónir para og 168 milljónir einstaklinga á barneignaaldri við ófrjósemi einhvern tímann á lífsleiðinni. „Mér fannst ég oft vera einn í heiminum með þetta vandamál,“ segir Rúnar Smári Jensson sem skrifaði lokaverkefni í Háskóla Ísland, sem ber yfirskriftina: „Að kveljast í hljóði: Upplifun karla af ófrjósemi“.
Eigin upplifun af ófrjósemi varð kveikjan að verkefninu
Kveikjuna að verkefninu segir Rúnar hafa verið eigin upplifun af viðfangsefninu en hann og kona hans glíma bæði við ófrjósemi. „Nafnið á ritgerðinni finnst mér lýsandi fyrir það hvernig ég upplifi ófrjósemi sem karlinn í sambandinu og fyrir þær rannsóknir sem ég rýndi í og skrifaði út frá,“ segir Rúnar. „Þær rannsóknir sem ég skoða endurspegla svolítið þær tilfinningar sem ég upplifi í þessu öllu saman. Það er sorgina og skömmina yfir því...