Morgunblaðið
| 3.7.2021
| 9:30
Maður í ógöngum
Tilraunir til að kalla fram kynhlutleysi í ræðu og riti beinast meðal annars að því að ýta orðinu maður til hliðar á þeirri forsendu að með notkun þess sé sérstaklega skírskotað til karla. Lára Magnúsardóttir dr. phil. telur að með þessu sé rangur skilningur lagður í merkingu orðsins og varar við því að ratað yrði í ógöngur ef hróflað yrði við notkun þess.
Hér er fjallað um merkingu orðsins maður og þær ógöngur sem ratað yrði í ef hróflað verður of mikið við notkun þess, einkum í lögum og opinberu máli. Tildrögin eru tilraunir til þess að ná fram kynhlutlausri ræðu með því að forðast notkun á orðinu og segja og skrifa þess í stað annað orð, oftast fólk eða manneskja.
Að baki búa mótsagnakenndar hugmyndir um að rétt sé að hafna annarri merkingu orðsins maður en þeirri sem nær yfir fulltíða karl (einnig þegar það gegnir hlutverki ópersónulegs fornafns) og gefnar forsendur eru í þá veru að það sé þó aðalmerking...