Kitlaði að halda vörumerkinu á lífi

„Veit hvernig er að koma fólki í stemningu,“ segir Jónas …
„Veit hvernig er að koma fólki í stemningu,“ segir Jónas Óli, sem hefur lengi verið viðloðandi skemmtanabransann í Reykjavík. Morgunblaðið/Unnur Karen

„Stemningin sem var þarna var sturluð. Því fylgja náttúrulega væntingar en þetta verður bara skemmtileg áskorun,“ segir plötusnúðurinn og stemningsmaðurinn Jónas Óli Jónasson, einnig þekktur sem DJ Jay-O. Hann stefnir nú á að opna skemmtistað við Hverfisgötu í Reykjavík undir hinu rótgróna vörumerki b5. Vill hann endurvekja stemninguna sem var til staðar á gamla b5 sem var áður á Bankastræti 5. Þeim stað var lokað á síðasta ári og þar réðu afleiðingar Covid-19-heimsfaraldursins. b5 er skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu en Jónas er einn af fyrri eigendum upprunalega skemmtistaðarins. Hann er sá eini úr þeim hópi sem stendur að opnun nýja staðarins.