Fín lína milli fegurðar og fáránleika

Aðalsteinn Ásgeirsson, Steini í Svissinum, einbeittur við störf á verkstæði …
Aðalsteinn Ásgeirsson, Steini í Svissinum, einbeittur við störf á verkstæði sínu í Kópavogi. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Aðalsteinn Ásgeirsson er fastur undir mælaborði á gömlum og tignarlegum Lincoln fyrir utan verkstæði sitt, Svissinn í Kópavogi, þegar okkur Árna Sæberg ber að garði. Vel fer á því enda kann kappinn hvergi betur við sig en á bólakafi í fornbílum. „Bíðið aðeins,“ segir hann og vippar sér fimlega á fætur og heilsar gestunum. Ekki að sjá að þar fari 75 ára gamall maður. Aðalsteinn, eða Steini eins og hann er alltaf kallaður, er greinilega í fínu formi miðað við aldur og fyrri störf.

Inni á verkstæðinu bíður okkar þessi líka glæsilegi Pacer, árgerð 1978, sem Steini hefur nýlokið við að gera upp. „Fimm ára ánægjustundir, eða eru þær sex ára?“ segir hann og ljómar allur við minninguna. „Ég hef ekkert tímaskyn núorðið.“

Hann glottir.

Einkanúmerið á bílnum segir í reynd allt sem segja þarf: Fun car eða skemmtibíll.

Bandaríski bílaframleiðandinn American Motors Corporation framleiddi Pacer á árunum...