Beðið eftir sólarupprás á Kúbu
Oft sprettur það besta í lífinu upp úr hörmungum og áföllum.
Það var um þetta leyti árs, árið 1994, að argentínski sönglagahöfundurinn Victor Daniel kveikti á sjónvarpinu og sá sér til skelfingar að sjálfsmorðssprengjuárás hafði verið gerð í miðborg Buenos Aires. Hryðjuverkamenn með tengsl við Hezbollah höfðu fyllt lítinn sendiferðabíl af nokkur hundruð kílóum af heimagerðu sprengiefni og látið til skarar skríða á háannatíma fyrir framan byggingu AMIA, samtaka gyðinga í Argentínu. Byggingin hrundi til grunna og húsin í kring stórskemmdust. Alls létu 85 manns lífið og meira en 300 slösuðust.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.