Þjóðviljahúsið verður stækkað
Eigendur fasteigna í Múlahverfinu í Reykjavík hafa sýnt því aukinn áhuga að stækka hús sín og byggja við þau. Hverfið er orðið vinsæll þéttingarreitur í höfuðborginni eins og það er kallað í dag. Nýjasta óskin er að stækka verslunar- og skrifstofuhúsið Síðumúla 6 og koma fyrir 14-16 íbúðum í húsinu.
Þetta er hús með sögu. Það var upphaflega byggt fyrir Þjóðviljann árið 1976, en blaðið hafði búið við þrengsli í húsi við Skólavörðustíg. Ritstjórar blaðsins á þessum tíma voru þeir Kjartan Ólafsson og Svavar Gestsson
Ný staðsetning kom sér vel enda var blaðið í næsta nágrenni við nýstofnað Blaðaprent, sem prentaði á þessum árum fjögur dagblöð. Þau voru auk Þjóðviljans, Alþýðublaðið, Tíminn og Vísir. Öll eru þessi blöð hætt að koma út og Blaðaprent hætti starfsemi.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.