Þjóðviljahúsið verður stækkað

Fyrir. Síðumúli 6 eins og húsið lítur út í dag. …
Fyrir. Síðumúli 6 eins og húsið lítur út í dag. Tvær hæðir, alls 727 fermetrar. mbl.is/sisi

Eigendur fasteigna í Múlahverfinu í Reykjavík hafa sýnt því aukinn áhuga að stækka hús sín og byggja við þau. Hverfið er orðið vinsæll þéttingarreitur í höfuðborginni eins og það er kallað í dag. Nýjasta óskin er að stækka verslunar- og skrifstofuhúsið Síðumúla 6 og koma fyrir 14-16 íbúðum í húsinu.

Þetta er hús með sögu. Það var upphaflega byggt fyrir Þjóðviljann árið 1976, en blaðið hafði búið við þrengsli í húsi við Skólavörðustíg. Ritstjórar blaðsins á þessum tíma voru þeir Kjartan Ólafsson og Svavar Gestsson

Ný staðsetning kom sér vel enda var blaðið í næsta nágrenni við nýstofnað Blaðaprent, sem prentaði á þessum árum fjögur dagblöð. Þau voru auk Þjóðviljans, Alþýðublaðið, Tíminn og Vísir. Öll eru þessi blöð hætt að koma út og Blaðaprent hætti starfsemi.

Þegar Þjóðviljinn flutti inn í húsið í lok október 1976 var kostnaður við bygginguna orðinn 40 milljónir króna á þáverandi verðlagi. Efnt var til söfnunar meðal almennings og lögðu yfir 600 velunnarar...