Bakarí í Maine undir íslenskum áhrifum
Íris Björk Óskarsdóttir-Vail er íslenskur bakari búsett í Dover-Foxcroft í Maine í Bandaríkjunum. Þar rekur hún ásamt eiginmanni sínum og tengdafjölskyldu bakarí sem selur meðal annars íslenskar kleinur, ostaslaufur og sérbökuð vínarbrauð.
Fædd og uppalin fyrir norðan
Íris er fædd og uppalin á kúabúinu Dæli í Skíðadal fyrir norðan. 24 ára hóf hún bakaranám í MK og árið 2014 varð hún fyrst kvenna til að fara með sigur af hólmi í keppninni um Köku ársins sem haldin er af Landssambandi bakarameistara.
Vann hún síðan sem yfirbakari hjá 17 sortum þangað til hún flutti út til Maine eftir að hún trúlofaðist kærasta sínum. Hefur hún verið búsett þar síðan.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.